Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Sæmundsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 17:12 Tveir slökkviliðsmenn klæddir í hlífðarbúnað og með gasgrímur við sendiráðið í dag. Vísir/Vilhelm Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag. Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag.
Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17