Heilsuhagur-hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 5. janúar 2023 08:01 Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða almennings um heilbrigðismál aukist mikið samfara því að almenningur er almennt upplýstari um réttindi sín til heilbrigðisþjónustu. Fjöldi Almannaheillafélaga, með mismunandi hugmyndafræði, starfa í þágu sjúklinga og reyna að standa vörð um réttindi þeirra í frumskógi heilbrigðiskerfisins og hafa þannig tekið að sér að vera málsvari sjúklinga með misgóðum árangri þegar erfiðleikar steðja að. Heilbrigðisstefna til 2030 Fyrir rúmum þremur árum síðan var gefin út Heilbrigðisstefna til ársins 2030 á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hefur verið til umfjöllunar víða í samfélaginu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan sé einn af hornsteinum samfélagsins og flestir ef ekki allir þurfi á einhverjum tímapunkti í lífi sínu á heilbrigðisþjónustu að halda. Eitt af því sem fjallað er um í þeirri áætlun eru gæði heilbrigðisþjónustunnar sem eru skilgreind út frá því að hversu miklu leyti þjónustan sem veitt er sé í samræmi við bestu þekkingu sem völ sé á. Öryggi í heilbrigðisþjónustu hefur verið skilgreint þannig að notandi hennar eigi ekki á hættu að hljóta skaða af meðferð sem er ætluð til að bæta heilsu hans eða lífsgæði. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu tengjast ótal þáttum hverju sinni og verður því að vera í stöðugri þróun. Upplýsingar um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu eru mikilvægar á öllum þjónustustigum heilbrigðisþjónustunnar. Eitt af því sem fjallað er um í Heilbrigðisstefnunni er virkni notenda. Þá er átt við þátttöku einstaklinga sjálfra í eigin heilbrigðisþjónustu, heilsulæsi og að notendakannanir séu lagðar reglulega fyrir og niðurstöðurnar notaðar í daglegt umbótastarf. Niðurstöður slíkra kannana þyrftu að vera sýnilegar og aðgengilegar öllum. Nú þremur árum síðar ber afarlítið á notenda könnunum í heilbrigðisþjónustu. Embætti umboðsmanns sjúklinga Fyrir Alþingi liggur þingsálykturnartillaga þar sem lagt er til að embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa mörg félagasamtök komið fram með tillögu um stofnun embætti umboðsmann sjúklinga. Áður hefur verið lögð fram slík þingsályktunartillaga án árangurs. Óskað var eftir umsögn alls 36 aðila frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum en aðeins 11 sáu sér fært að svara kallinu. Hvorki, LSH, SAk né Læknafélag Íslands svöruðu þessu mikilvæga málefni. Í ljósi sögunnar telst því frekar ólíklegt að slík tillaga sem lögð er fram af minnihlutanum nái fram að ganga. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að 10% sjúklinga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum verða fyrir einhverskonar óhappi eða mistökum sem flokkast undir óvænt atvik. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu er í brennidepli víða um heim og þess vegna eru þessi hugtök nátengd þar sem öryggi þjónustu hefur áhrif á gæði hennar. Það ætti því að vera ljóst að það sárlega vantar tengilið sem leiðbeinir sjúklingum og tryggir upplýsingaflæði til þeirra. Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað Almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri Almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við teljum mikilvægt að skjólstæðingar fái verkfæri og stuðning til að vera virkir þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Íslandi. Flest bendir til þess að álag á þjónustuna muni aukast á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Af þeim ástæðum teljum við gríðarlega mikilvægt að hagsmunasamtök með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu og um leið gera almenning virkari þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu séu til staðar. Ávinningurinn af auknum gæðum og öryggi ætti að vera öllum ljós bæði þiggjendum og veitendum heilbrigðisþjónustunarinnar. Með góðri samvinnu og þátttöku allra aðila, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks, stjórnvalda og viðurkenningu sjónarmiða allra eykst öryggismenning til hagsbóta fyrir alla aðila. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og stofnendur Heilsuhags- hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu: Málfríður Stefanía Þórðardóttir Gyða Ölvisdóttir Ásta Kristín Andrésdóttir
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun