Stjórnlaus ferðaiðnaður Þór Saari skrifar 5. janúar 2023 09:58 Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þór Saari Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar