„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 11:45 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent