Dómarar fá vænan jólabónus Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 13:57 Hæstaréttardómarar að störfum. Þeir fengu 230 þúsund króna persónuuppbót í desember og ættu því ekki að þurfa að lepja dauðann úr skel vegna verðlagshækkana sem hafa verið ærnar að undanförnu. vísir/vilhelm Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur. Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt. Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Stjórnin ákvarðar um jólabónusinn á hverju ári og er þetta í samræmi við reglur um almenn starfskjör dómara, að því er fram kemur í fundargerð. Þar segir að umræða hafi farið fram um málið. Fundinn sátu þau Sigurður Tómas Magnússon, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Lúðvík Örn Steinarsson og Davíð Þór Björgvinsson. Þessi tala tekur síðan breytingum í samræmi við meðaltalsbreytingu á vísitölu Hagstofu. Þannig fengu ríkisforstjórar 3,2 prósentu hækkun á laun sín um áramótin. Á síðasta ári bárust fréttir af því að Dómarafélag Íslands væri afar ósátt við að kjör félagsmanna rýrnuðu eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Reiknað var með að alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga og var gerð krafa um endurgreiðslu hinna ofgreiddu launa. Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins sagði þá að dómarar myndu að óbreyttu leita réttar síns vegna málsins. Ekkert hefur hins vegar frést frekar af þeim hugsanlega málarekstri þannig að gera má því skóna, að viðbættri þessari ákvörðun um persónuuppbót dómara, að það mál hafi verið til lykta leitt.
Kjaramál Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum