Veikt svar IHF við gagnrýni Björgvins Páls: „IHF reynir að stjórna eins miklu og hægt er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:31 Hassan Moustafa, forseti IHF, hefur svarað gagnrýni sem Björgvin Páll og fleiri hafa haldið á lofti. Samsett/Vísir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni sem sambandið hefur sætt vegna Covid-reglna á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan komandi heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi stendur yfir. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á meðal gagnrýnenda en hann sendi opið bréf á sambandið hvar hann hvatti gegn aðgerðunum. Í bréfinu segist Björgvin Páll, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. IHF geri þetta á grundvelli verndunar heilsu „Að varðveita heilsu leikmannanna er afar mikilvægt fyrir IHF,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn verða skimaðir fyrir mót, sem og tvisvar á meðan því stendur. Eftir riðlakeppnina og eftir milliriðil. Þetta segir IHF vera gert til þess að tryggja það að allir leikmenn séu heilir. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir enn fremur: „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Líkt og nefnt er að ofan voru engar slíkar reglur í gildi á HM í fótbolta í desember, til að mynda. Þar komu upp veikindi í herbúðum Frakka á miðju móti, sem vel kann að vera að hafi verið Covid. Hafi það verið raunin hefðu Frakkar getað misst út hálfan leikmannahóp sinn í fimm daga, þrátt fyrir lítil einkenni, ef reglur líkar þeim sem verða á HM í handbolta hefðu verið við lýði í Katar. IHF vill halda um stjórnartaumana Starfsmenn sambandsins kveðast meðvitaðir um að lifa þurfi með vírusnum eftir miklar takmarkanir síðustu ár og misseri. Sambandið vill aftur á móti hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar með öllum ráðum. „IHF reynir að stjórna eins miklu og mögulegt er, en viðurkenna að við verðum að lifa með vírusnum. Við getum ekki fyrirskipað hótelunum að það þurfi að vera aðskilnaður á milli liðanna og annarra hótelgesta, því hótelin fylgja leiðbeiningum viðkomandi landa,“ segir í yfirlýsingunni. „Hins vegar vill IHF gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Þetta felur í sér ráðstafanir eins og próf, sem gerir okkur kleift að bera kennsl á og einangra sýkta leikmenn eins fljótt og auðið er til að forðast að allt liðið detti út. Í þessu samhengi er rétt að benda á að einangraðir leikmenn verða vistaðir í sérherbergi en verða ekki lokaðir í þessu herbergi í fimm daga.“ Á ábyrgð IHF að allir séu öruggir IHF kveðst bera skilning á því að aðilar á mótinu séu ósáttir við aðgerðinar, sem séu nauðsynlegar. Nýtt bráðsmitandi afbrigði veirunnar beri að varast. IHF beri ábyrgð á mótinu og gæta þurfi að öryggi allra þeirra sem að mótinu koma. Það virðist ekki trufla forráðamenn sambandsins að reglurnar séu strangari en þær í ríkjunum sem halda mótið. Ekkert er þá snert á áhyggjum af því að úrslit keppninnar bjagist ef mörg liðanna missa út fjölda leikmanna. „Við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að ekki er víst að allir hagsmunaaðilar séu hlynntir fyrirhuguðum aðgerðum. Hins vegar fékk IHF upplýsingar frá nokkrum löndum þar sem haldin voru vináttumót þar sem nokkur tilvik hafa verið tilkynnt. Ennfremur sýnir útbreiðsla hins nýja og mjög smitandi XBB.1.5 afbrigði veirunnar að enn þarf að taka heimsfaraldurinn alvarlega,“ „Leiðbeiningar í skipulagslöndunum gætu vikið frá læknisvarnaáætluninni, hins vegar er það á ábyrgð IHF að skipuleggja öruggt IHF heimsmeistaramót karla fyrir alla hagsmunaaðila og við reynum að gera það með því að beita aðgerðum sem reyndust árangursríkar.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna ákvörðunar þess að skylda leikmenn til Covid-skimana á meðan komandi heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi stendur yfir. Slíkar reglur voru til að mynda ekki í gildi á HM karla í fótbolta í desember, Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar eða Evrópumóti karla í körfubolta. Ekki voru heldur reglur um slíkt á Evrópumóti kvenna í handbolta í nóvember síðastliðnum. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er á meðal gagnrýnenda en hann sendi opið bréf á sambandið hvar hann hvatti gegn aðgerðunum. Í bréfinu segist Björgvin Páll, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. IHF geri þetta á grundvelli verndunar heilsu „Að varðveita heilsu leikmannanna er afar mikilvægt fyrir IHF,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Leikmenn verða skimaðir fyrir mót, sem og tvisvar á meðan því stendur. Eftir riðlakeppnina og eftir milliriðil. Þetta segir IHF vera gert til þess að tryggja það að allir leikmenn séu heilir. „Við höfum sett upp prófunaráætlun sem á að beita á heimsmeistaramótinu til að tryggja að allir leikmenn séu heilir og geti spilað leiki. Handbolti er kraftmikill og hraður leikur með mikilli líkamssnertingu og því krefst þess að allir leikmenn séu við góða heilsu,“ segir í yfirlýsingunni þar sem segir enn fremur: „Þar sem einkennalausir smitberar veirunnar geta einnig smitað aðra leikmenn og hagsmunaaðila, eru fyrirhuguð próf áhrifaríkasta ráðstöfunin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og halda öllum hagsmunaaðilum öruggum og heilbrigðum.“ Líkt og nefnt er að ofan voru engar slíkar reglur í gildi á HM í fótbolta í desember, til að mynda. Þar komu upp veikindi í herbúðum Frakka á miðju móti, sem vel kann að vera að hafi verið Covid. Hafi það verið raunin hefðu Frakkar getað misst út hálfan leikmannahóp sinn í fimm daga, þrátt fyrir lítil einkenni, ef reglur líkar þeim sem verða á HM í handbolta hefðu verið við lýði í Katar. IHF vill halda um stjórnartaumana Starfsmenn sambandsins kveðast meðvitaðir um að lifa þurfi með vírusnum eftir miklar takmarkanir síðustu ár og misseri. Sambandið vill aftur á móti hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar með öllum ráðum. „IHF reynir að stjórna eins miklu og mögulegt er, en viðurkenna að við verðum að lifa með vírusnum. Við getum ekki fyrirskipað hótelunum að það þurfi að vera aðskilnaður á milli liðanna og annarra hótelgesta, því hótelin fylgja leiðbeiningum viðkomandi landa,“ segir í yfirlýsingunni. „Hins vegar vill IHF gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Þetta felur í sér ráðstafanir eins og próf, sem gerir okkur kleift að bera kennsl á og einangra sýkta leikmenn eins fljótt og auðið er til að forðast að allt liðið detti út. Í þessu samhengi er rétt að benda á að einangraðir leikmenn verða vistaðir í sérherbergi en verða ekki lokaðir í þessu herbergi í fimm daga.“ Á ábyrgð IHF að allir séu öruggir IHF kveðst bera skilning á því að aðilar á mótinu séu ósáttir við aðgerðinar, sem séu nauðsynlegar. Nýtt bráðsmitandi afbrigði veirunnar beri að varast. IHF beri ábyrgð á mótinu og gæta þurfi að öryggi allra þeirra sem að mótinu koma. Það virðist ekki trufla forráðamenn sambandsins að reglurnar séu strangari en þær í ríkjunum sem halda mótið. Ekkert er þá snert á áhyggjum af því að úrslit keppninnar bjagist ef mörg liðanna missa út fjölda leikmanna. „Við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að ekki er víst að allir hagsmunaaðilar séu hlynntir fyrirhuguðum aðgerðum. Hins vegar fékk IHF upplýsingar frá nokkrum löndum þar sem haldin voru vináttumót þar sem nokkur tilvik hafa verið tilkynnt. Ennfremur sýnir útbreiðsla hins nýja og mjög smitandi XBB.1.5 afbrigði veirunnar að enn þarf að taka heimsfaraldurinn alvarlega,“ „Leiðbeiningar í skipulagslöndunum gætu vikið frá læknisvarnaáætluninni, hins vegar er það á ábyrgð IHF að skipuleggja öruggt IHF heimsmeistaramót karla fyrir alla hagsmunaaðila og við reynum að gera það með því að beita aðgerðum sem reyndust árangursríkar.“ segir í yfirlýsingu sambandsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira