Í hugleiðingum veðurfræðings segir það verði dálítill éljagangur norðantil en þurrt að kalla og bjart með köflum syðra.
Frost verður á bilinu núll til tólf stig.
„Í kvöld bætir síðan í vind og á morgun verður norðaustan 10-15 m/s og éljagangur en að mestu bjart suðvestanlands. Heldur hlýnar og hiti verður um og undir frostmarki.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum og með suðausturströndinni. Víða slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt að kalla suðvestantil. Hlýnandi veður, hiti um frostmark síðdegis.
Á sunnudag: Ákveðin norðaustan átt og snjókoma, en slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag: Norðlæg átt og snjókoma, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Norðlæg átt eða breytileg átt og bjart með köflum en lítilsháttar snjókoma norðvestantil. Vægt frost.
Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og él, en að mestu bjart sunnantil. Kólnar í veðri.