Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. janúar 2023 07:48 Kevin McCarthy ræðir við blaðamenn eftir að í ljós var komið að honum hafði mistekist að ná kjöri þriðja daginn í röð og í elleftu tilrauns. AP Photo/Jose Luis Magana Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti. Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti.
Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33