Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. janúar 2023 13:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira