Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 22-26 | Stjarnan heldur í við toppliðið Dagur Lárusson skrifar 8. janúar 2023 18:32 Eva Björk Davíðsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins í dag. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 22-26 og Stjörnukonur eru nú þremur stigum á eftir toppliði Vals og með einn leik til góða. Fyrir leikinn var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, fimm stigur á eftir toppliði Vals og tveimur stigum á eftir ÍBV en liðið á þó leiki til góða á þessi leið. HK var sem fyrr í neðsta sætinu með tvö stig. Eins og við var að búast var það Stjarnan sem byrjaði leikinn betur og var með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Stærsti munurinn á liðunum var þegar um nítján mínútur voru liðnar en þá komst Stjarnan í fjögurra marka forystu, 10-6. Eftir það tóku HK stelpur við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum náði HK síðan að jafna leikinn í fyrsta sinn, 13-13, en nær komust þær aldrei eftir það og var Stjarnan yfirleitt með nokkurra marka forystu út leikinn. Lokatölur í Kórnum voru 22-26 og eftir leikinn er Stjarnan því komin upp að hlið ÍBV með sextán stig. Af hverju vann Stjarnan? Fyrir leikinn voru eflaust margir sem spáðu Stjörnunni þægilegum sigri en það var alls ekki raunin. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með frammistöðuna eftir leik og vildi meina að liðið hans hafi verið heppið. En þrátt fyrir það þá er Stjarnan með leikmenn í liði sínu eins og Helenu og Evu Björk sem draga vagninn þegar á móti blæs og þær gerðu það svo sannarlega í dag. Hverjir stóðu uppúr? Darija var frábær í marki Stjörnunnar að vanda en hún varði sautján skot og var valinn maður leiksins. Þær Helena og Lena skoruðu fimm mörk og Eva Björk með átta. Hvað fór illa? Eins og Samúel nefndi eftir leik þá var hann ánægður með varnarleik síns liðs en lið hans náði þó ekki að halda honum uppi í gegnum allan leikinn og það varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍBV strax á miðvikudaginn á meðan næsti leikur HK er á laugardaginn gegn KA/Þór. Samúel: Allar stelpurnar voru tilbúnar í þennan bardaga Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK.Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta vera fín frammistaða hjá okkur og þá aðallega vegna varnarleiksins,“ byrjaði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Við lögðum sérstaka áherslu á varnarleikinn fyrir þennan leik en ég vildi sjá meiri baráttuanda og ég sá það í dag. Eina var að við vorum kannski ekki nægilega samstilltar í því og við náðum ekki að halda því allan leikinn,“ hélt Samúel áfram að segja. „Mér fannst við spila vel í dag en við lentum í smá vandræðum þegar þær fara í fimm plús einn vörnina, þá finnum við ekki réttu lausnirnar til þess að komast í gegn.“ „En svona heilt yfir þá er ég sáttur. Við vitum alveg fyrir hverju við erum að berjast fyrir og ég sá hjá öllum mínum fjórtán stelpum í dag að þær voru tilbúnar í þann bardaga.“ „Þetta var leikur nánast allan tímann en þegar það voru um tvær til þrjár mínútur eftir þá svona sá maður í hvað stefndi,“ endaði Samúel á að segja. Hrannar Guðmundsson: Þetta var mjög lélegt Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Ég verð að segja að þetta var einfaldlega mjög lélegt,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar að segja eftir leik. „Þetta var lélegur leikur að okkar hálfu og ég viðurkenni að alveg. Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik,“ hélt Hrannar áfram að segja. Aðspurður út í stressið sagði Hrannar að hann hafi haft áhyggjur af því að sitt lið myndi vanmeta HK liðið. „Maður er auðvitað alltaf stressaður en núna vorum við að mæta botn liðinu sem er mjög gott lið þó svo að taflan segi annað. Það er mjög öflugar stelpur hérna og ég vissi að þær myndu mæta hérna þvílíkt ferskar og til í bardaga og það varð raunin. Mér fannst eins og liðið mitt hafi ætlað að komast sem auðveldast frá þessu og ég er ekki sáttur með það.“ „En það jákvæða við þennan leik er að við fengum stigin tvö og við tökum því,“ endaði Hrannar á að segja. Olís-deild kvenna HK Stjarnan
Stjarnan vann góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 22-26 og Stjörnukonur eru nú þremur stigum á eftir toppliði Vals og með einn leik til góða. Fyrir leikinn var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, fimm stigur á eftir toppliði Vals og tveimur stigum á eftir ÍBV en liðið á þó leiki til góða á þessi leið. HK var sem fyrr í neðsta sætinu með tvö stig. Eins og við var að búast var það Stjarnan sem byrjaði leikinn betur og var með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Stærsti munurinn á liðunum var þegar um nítján mínútur voru liðnar en þá komst Stjarnan í fjögurra marka forystu, 10-6. Eftir það tóku HK stelpur við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum náði HK síðan að jafna leikinn í fyrsta sinn, 13-13, en nær komust þær aldrei eftir það og var Stjarnan yfirleitt með nokkurra marka forystu út leikinn. Lokatölur í Kórnum voru 22-26 og eftir leikinn er Stjarnan því komin upp að hlið ÍBV með sextán stig. Af hverju vann Stjarnan? Fyrir leikinn voru eflaust margir sem spáðu Stjörnunni þægilegum sigri en það var alls ekki raunin. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með frammistöðuna eftir leik og vildi meina að liðið hans hafi verið heppið. En þrátt fyrir það þá er Stjarnan með leikmenn í liði sínu eins og Helenu og Evu Björk sem draga vagninn þegar á móti blæs og þær gerðu það svo sannarlega í dag. Hverjir stóðu uppúr? Darija var frábær í marki Stjörnunnar að vanda en hún varði sautján skot og var valinn maður leiksins. Þær Helena og Lena skoruðu fimm mörk og Eva Björk með átta. Hvað fór illa? Eins og Samúel nefndi eftir leik þá var hann ánægður með varnarleik síns liðs en lið hans náði þó ekki að halda honum uppi í gegnum allan leikinn og það varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍBV strax á miðvikudaginn á meðan næsti leikur HK er á laugardaginn gegn KA/Þór. Samúel: Allar stelpurnar voru tilbúnar í þennan bardaga Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK.Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta vera fín frammistaða hjá okkur og þá aðallega vegna varnarleiksins,“ byrjaði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Við lögðum sérstaka áherslu á varnarleikinn fyrir þennan leik en ég vildi sjá meiri baráttuanda og ég sá það í dag. Eina var að við vorum kannski ekki nægilega samstilltar í því og við náðum ekki að halda því allan leikinn,“ hélt Samúel áfram að segja. „Mér fannst við spila vel í dag en við lentum í smá vandræðum þegar þær fara í fimm plús einn vörnina, þá finnum við ekki réttu lausnirnar til þess að komast í gegn.“ „En svona heilt yfir þá er ég sáttur. Við vitum alveg fyrir hverju við erum að berjast fyrir og ég sá hjá öllum mínum fjórtán stelpum í dag að þær voru tilbúnar í þann bardaga.“ „Þetta var leikur nánast allan tímann en þegar það voru um tvær til þrjár mínútur eftir þá svona sá maður í hvað stefndi,“ endaði Samúel á að segja. Hrannar Guðmundsson: Þetta var mjög lélegt Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Ég verð að segja að þetta var einfaldlega mjög lélegt,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar að segja eftir leik. „Þetta var lélegur leikur að okkar hálfu og ég viðurkenni að alveg. Ég var mjög stressaður fyrir þennan leik,“ hélt Hrannar áfram að segja. Aðspurður út í stressið sagði Hrannar að hann hafi haft áhyggjur af því að sitt lið myndi vanmeta HK liðið. „Maður er auðvitað alltaf stressaður en núna vorum við að mæta botn liðinu sem er mjög gott lið þó svo að taflan segi annað. Það er mjög öflugar stelpur hérna og ég vissi að þær myndu mæta hérna þvílíkt ferskar og til í bardaga og það varð raunin. Mér fannst eins og liðið mitt hafi ætlað að komast sem auðveldast frá þessu og ég er ekki sáttur með það.“ „En það jákvæða við þennan leik er að við fengum stigin tvö og við tökum því,“ endaði Hrannar á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti