Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2023 19:40 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigurður Jökull Ólafsson. Vísir/Einar Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent