Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2023 13:03 Húsnæðið og heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem verður notuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira