Boðar skyldunámskeið um hatursorðræðu fyrir fjölda opinberra starfsmanna
Kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verður gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Drögin mæla fyrir um vöktun á því hvort opinberir starsfmenn sæki námskeiðið og jafnframt vilja stjórnvöld tryggja þátttöku sem flestra á hinum almenna vinnumarkaði.