Fótbolti

Átján mánaða bann fyrir rasisma í garð eigin leikmanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
John Yems hefur verið dæmdur í átján mánaða bann frá fótbolta fyrir rasisma í garð eigin leikmanna.
John Yems hefur verið dæmdur í átján mánaða bann frá fótbolta fyrir rasisma í garð eigin leikmanna. Pete Norton/Getty Images

John Yems, fyrrverandi þjálfari Crawley Town í ensku D-deildinni, hefur verið dæmdur í átján mánaða bann frá fótbolta fyrir rasisma í garð eigin leikmanna.

Yems var fundinn sekur í tólf ákæruliðum er snúa að kynþáttaníð í garð eigin leikmanna, en hann var sakaður um að hafa að minnsta kosti sextán sinnum talað niður til leikmanna af öðrum uppruna, kynþætti, þjóðerni eða kyni frá 2019 til 2022.

Þessi 63 ára gamli þjálfari játaði að hafa látið ein ummælin falla, en neitaði hinum fimmtán.

Sjálfstæð rannsóknarnefnd gat svo fært sönnunargögn fyrir ellefu ummælum, en hin fjögur ummælin gat hún ekki sannað.

Nefndin komst því að þeirri niðurstöðu að Yems skildi bannaður frá öllum knattspyrnutengdum athöfnum þar til 1. júní árið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×