„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2023 09:00 Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason í baráttunni við Juri Knorr í gær. Martin Rose/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita