Matteo Darmian kom gestunum í Inter yfir strax á tíundu mínútu leiksins, en Patrick Ciurria jafnaði metin fyrir Monza strax í næstu sókn.
Lautaro Martinez kom Inter þó í forystu á ný þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður og staðan var því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Lengi vel leit út fyrir að þetta yrði sigurmark leiksins, en heimamenn gáfust ekki upp og Luca Caldirola jafnaði metin fyrir Monza á þriðju mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.
Inter situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan. Monza situr hins vegar í 14. sæti með 18 stig.