Vuk Óskar Dimitrijevic og Davíð Snær Jóhannsson sáu um markaskorun FH-inga er liðið gerði góða ferð í Reykjaneshöllina og vann 2-1 sigur gegn Keflvíkingum í A-riðli, en Helgi Þór Jónsson skoraði mark heimamanna.
Þá unnu Íslandsmeistarar Breiðabliks afar öruggan 5-1 sigur gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ, en liðin leika í B-riðli.
Íslandsmeistararnir leiddu 3-0 í hálfleik með mörkum frá Ágústi Hlynssyni, Tómasi Orra Róbertssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni.
Í síðari hálfleik bættu Blikar við tveimur mörkum en þar á ferðinni voru Ágúst Orri Þorsteinsson sem nýkominn aftur til Blika frá Malmö og Atli Þór Gunnarsson sem er fæddur árið 2006. Mark Stjörnunnar skoraði hinn ungi leikmaður Helgi Fróði Ingason.