Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 21:40 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08