Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2023 11:52 Sá sem varð fyrir hnífsstunguárásinni birti mynd af sér á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann sagðist í færslunni vera á batavegi og myndi koma „sterkari og vitrari“ til baka. Instagram Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43