Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 19:40 Mikið var að gera á Just Wingin It á laugardagskvöld en þar er iðullega röð út úr dyrum. facebook/Just Wingin It Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira