Engar hömlur í kynlífsuppistandinu Sóðabrók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2023 15:01 Sigga Dögg kynfræðingur ætlar að halda uppistand um kynlíf. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega einkahúmor hjá mér og manninum mínum,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur um nafnavalið á nýja uppistandinu hennar, Sóðabrók. „Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“ Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
„Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“
Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið