Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2023 23:12 Tölvuteiknuð mynd af TOI 700 e og d. NASA/JPL-Caltech/Robert Hurt Geimvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur á sem eru á lífbeltinu svokallaða á braut um fjarlæga stjörnu. Báðar reikistjörnurnar eru á stærð við jörðina en ein þeirra fannst árið 2020. Alls hafa fjórar reikistjörnur fundist á braut um svokallaðan rauðan dverg. Sólkerfið kallast TOI 700 og er í um hundrað ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Umræddir vísindamenn beindu sjónaukum gervihnattar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) sem kallast Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, að sólkerfinu og með því að greina þegar ljósgeislun stjarna minnkar og hve mikið, er hægt að finna reikistjörnur á braut um þessar stjörnur, í fljótu máli sagt. Með gögnum sem gervihnötturinn aflar geta vísindamenn einnig komist að því hve stórar þessar reikistjörnur eru og hve langan tíma það tekur þær að fara hring um stjörnuna. Í tilkynningu á vef NASA segir að reikistjörnurnar á lífbeltinu kallist TOI 700 d og e. Vísindamennirnir segja að TOI 700 sé eitt af fáum sólkerfum þar sem vitað er af reikistjörnum á lífbeltinu. Því gæti það borgað sig að skoða það betur í framtíðinni. Annað sólkerfi þar sem reikistjörnur hafa fundist á lífbeltinu er Trappist-1. Lífbeltið táknar það svæði frá stjörnunni þar sem hægt er að finna vatn í fljótandi formi. Það er að segja að umræddar reikistjörnur eru ekki svo langt frá stjörnunni að allt vatn frýs og ekki svo nærri að allt vatn gufar upp. TOI 700 b, innsta reikistjarna sólkerfisins fer hring um stjörnuna á hverjum tíu dögum. Hún er litlu minna en jörðin. TOI 700 c er 2,5 sinnum stærri en jörðin og fer hring um stjörnuna á sextán dögum. TOI 700 d er fimmtungi stærri en jörðin og fer hringinn á 37 dögum. Sjá einnig: Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar TOI 700 e og nýjasta reikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnuna er um tíu prósentum minni en jörðin og fer hringinn á 28 dögum. Umræddir vísindamenn telja líklegt að fyrstu reikistjörnurnar tvær beini alltaf sömu hliðinni að stjörnunni og TOI 700 e geri það mögulega einnig. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. 4. janúar 2023 12:04 Staðfesta endalok Insight-leiðangursins Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið. 22. desember 2022 14:56 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. 2. desember 2022 22:00 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Alls hafa fjórar reikistjörnur fundist á braut um svokallaðan rauðan dverg. Sólkerfið kallast TOI 700 og er í um hundrað ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Umræddir vísindamenn beindu sjónaukum gervihnattar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) sem kallast Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, að sólkerfinu og með því að greina þegar ljósgeislun stjarna minnkar og hve mikið, er hægt að finna reikistjörnur á braut um þessar stjörnur, í fljótu máli sagt. Með gögnum sem gervihnötturinn aflar geta vísindamenn einnig komist að því hve stórar þessar reikistjörnur eru og hve langan tíma það tekur þær að fara hring um stjörnuna. Í tilkynningu á vef NASA segir að reikistjörnurnar á lífbeltinu kallist TOI 700 d og e. Vísindamennirnir segja að TOI 700 sé eitt af fáum sólkerfum þar sem vitað er af reikistjörnum á lífbeltinu. Því gæti það borgað sig að skoða það betur í framtíðinni. Annað sólkerfi þar sem reikistjörnur hafa fundist á lífbeltinu er Trappist-1. Lífbeltið táknar það svæði frá stjörnunni þar sem hægt er að finna vatn í fljótandi formi. Það er að segja að umræddar reikistjörnur eru ekki svo langt frá stjörnunni að allt vatn frýs og ekki svo nærri að allt vatn gufar upp. TOI 700 b, innsta reikistjarna sólkerfisins fer hring um stjörnuna á hverjum tíu dögum. Hún er litlu minna en jörðin. TOI 700 c er 2,5 sinnum stærri en jörðin og fer hring um stjörnuna á sextán dögum. TOI 700 d er fimmtungi stærri en jörðin og fer hringinn á 37 dögum. Sjá einnig: Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar TOI 700 e og nýjasta reikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnuna er um tíu prósentum minni en jörðin og fer hringinn á 28 dögum. Umræddir vísindamenn telja líklegt að fyrstu reikistjörnurnar tvær beini alltaf sömu hliðinni að stjörnunni og TOI 700 e geri það mögulega einnig.
Geimurinn Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. 4. janúar 2023 12:04 Staðfesta endalok Insight-leiðangursins Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið. 22. desember 2022 14:56 Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00 Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. 2. desember 2022 22:00 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25 Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. 4. janúar 2023 12:04
Staðfesta endalok Insight-leiðangursins Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið. 22. desember 2022 14:56
Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. 19. desember 2022 14:00
Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02
Fylgdust með skýjafari á Títani með hjálp Webb Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs. 2. desember 2022 22:00
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01
Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum. 23. nóvember 2022 14:25
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15