Mancini segir frá hinstu ósk vinar síns Vialli Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 08:31 Frægt faðmlag þeirra félaga eftir að Evróputitillinn var Ítölum vís. Getty Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur greint frá síðustu samskiptunum sem hann átti við fyrrum liðsfélaga sinn og vin til margra ára, Gianluca Vialli. Vialli lést eftir baráttu við krabbamein 6. janúar síðastliðinn. Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Vialli og Mancini kynntust hjá Sampdoria á Ítalíu hvar þeir leiddu framlínu liðsins saman frá 1984 til 1992, þegar Vialli yfirgaf liðið til að semja við Juventus. Þeir voru einnig saman í ítalska landsliðinu á þessum árum en svo endurnýjuðu þeir kynnin í starfsliði Ítalíu á EM í fótbolta þarsíðasta sumar. Vialli og Mancini leiddu línuna hjá Sampdoria um árabil.Getty/Claudio Villa Mancini stýrði Ítalíu þá til Evróputitils og hafði ráðið félaga sinn, Vialli, inn í þjálfarateymið í kringum mótið. Mancini vissi af veikindum hans þegar hann var ráðinn. „Hann talaði aldrei við mig um veikindin fyrr en árið 2019, en þá voru þegar sögusagnir um það og ég hafði heyrt af því frá sameiginlegum vini. Hann sagði mér að hann væri í meðferð vegna þeirra og var alltaf jákvæður,“ „Hann var alltaf baráttumaður, hann lét ekki undan fyrr en undir lokin. Það var hans persónuleiki, hann var stríðsmaður. Ég er stoltur af því að kalla Gianluca vin minn,“ segir Mancini. Hitti hann síðast í desember Vialli hafði þá þegar verið í meðferð vegna krabbameins í brisi þegar Ítalir unnu titilinn á Wembley sumarið 2021. Frægt er faðmlag þeirra félaga eftir að ljóst var að Evróputitillinn færi til Ítalíu. Veikindi Viallis tóku sig upp að nýju á þessu ári og segir Mancini ítölskum fjölmiðlum frá síðasta skiptinu sem hann hitti vin sinn. „Ég fór að heimsækja Luca í Lundúnum í desember, og í hreinskilni sagt var ég örlítið hræddur,“ segir Mancini. „Hann vaknaði, við hlógum og grínuðumst hvor í öðrum, og hringdum í Attilio Lombardo, félaga okkar. Vialli sagði mér: Ég er rólegur, ekki hafa áhyggjur af mér. Hann var sá sem reyndi að hughreysta mig,“ Félagarnir með Evrópubikarinn.Getty/UEFA Þá ræddu þeir einnig ítalska landsliðið og framtíð þess. Vialli vildi sjá liðið bæta fyrir það að hafa misst af nýliðnu heimsmeistaramóti í Katar. „Gianluca sagði mér að við verðum að vinna HM 2026 og að hann myndi vera þar með okkur. Hann mun klárlega vera þar og við vonumst til að tileinka honum frábæran sigur sem allra fyrst,“ segir Mancini.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00 Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Eiður Smári minnist Vialli: „Hvíl í friði Luca“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst ítölsku goðsagnarinnar Gianluca Vialli á samfélagsmiðlinum Instagram en Vialli tapaði baráttunni við krabbamein fyrir helgi. 9. janúar 2023 14:00
Gianluca Vialli látinn Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. 6. janúar 2023 09:52