Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Snorri Másson skrifar 12. janúar 2023 09:01 Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. Viðtal við Young má sjá hér að ofan í Íslandi í dag og hefst á mínútu tvö. Toby Young hefur verið áberandi í breskri blaðamannastétt áratugum saman og stendur nú í ströngu í baráttu sinni á vettvangi Free Speech Union. Viðtal við hann má sjá í innslaginu að ofan.Vísir/Freyr Young hefur alla tíð staðið í stöðugum blaðadeilum um allt á milli himins og jarðar en þær hafa aldrei verið eins heiftúðugar og eftir að Covid-19 kom til sögunnar. Ekki aðeins hefur Young sjálfur viðrað umdeildar efasemdir hvort tveggja um gagnsemi ákveðinna bóluefna og um aðgerðir stjórnvalda, heldur setti hann á fót sérstakan málfrelsissjóð til stuðnings þeim sem sætt hafa efnahagslegum afleiðingum vegna ummæla um veiruna. Búast mátti við pólitískri mótspyrnu við slíkri aðgerð, en Young bjóst þó ekki við því að greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal myndi loka reikningi sjóðsins hans, miðilsins hans og hans persónulega reikningi. Þegar það var gert, sagði Young fyrirtækinu stríð á hendur og að lokum fór það svo að PayPal afturkallaði aðgerðir sínar og opnaði reikningana aftur. Það var þó ekki fyrr en breski viðskiptaráðherrann beitti sér. „Af hverju var þetta fyrirtæki í Bandaríkjunum að skipta sér af almennri umræðu í Bretlandi? Hvernig kemur þetta þeim við? Af hverju taka þeir þátt í því sem virðist vera pólitísk ritskoðun í öðru landi?“ segir Young í samtali við Ísland í dag. Hann segir ritskoðunartilburðina á Vesturlöndum orðna sambærilega því sem þekkist í Kína, því ekki aðeins sé fólki úthúðað á samfélagsmiðlum fyrir ummæli, heldur sé nú farið í að gera bankareikinga þess óvirka. Það hafi til dæmis gerst á Covid-mótmælum í Kanada, þar sem reikningar rútubílstjóra hafi verið frystir. „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla,“ segir Young. Blaðamennskan breytt Young segir að lýsa megi ákveðnum stjórnmálastraumum á Vesturlöndum sem móralískri vísindahyggju - og að það sé á hennar grundvelli sem það verði eðlilegt í huga fólks að ritskoða umræðu í stað þess að leyfa ólík sjónarmið, allt í nafni þess að vernda ákveðna hópa. „Þetta er samblanda af mikilli öryggisvitund sem er tekin allt of langt ásamt rugl woke-hugmyndafræði,“ segir Young. Ritskoðun sé álitin lausn ef ske kynni að það sem ritskoðað sé kynni að hafa einhver neikvæð áhrif á ákveðna hópa, jafnvel þótt fallist sé á að það sé ólíklegt. Toby Young hefur starfað sem blaðamaður í meira en fjörutíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Helsta breytingin er sú að þetta er orðið að virðulegri atvinnugrein. Þetta var það ekki. Blaðamenn voru eitt sinn í hrópandi andspyrnu við yfirvaldið, en ekki lengur. Nú fara þeir á sömu klúbbana, mæta í sömu matarboðin og fara í sömu skólana og stjórnmálamennirnir. Þeir eru orðnir hluti af ríkjandi yfirvaldi. Sem er skelfilegt frá sjónarhóli almennings,“ segir Young. Mjög vafasamt er að samfélagsmiðlafyrirtæki taki sér æ meira vald til að ritskoða pólitísk sjónarmið að sögn Young.Vísir/Freyr Alræðisleg ritskoðunartilhneiging tröllríður hinum enskumælandi heim að sögn Young vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Íslendingar eru að því leyti óhultir að þeir hafa eigin þjóðtungu, en þó kveðst blaðamaðurinn breski hafa orðið var við talsverðan áróður, eins og hann kallar hann, þegar kemur að loftslagsmálum. Á því sviði ríki kannski ekki næg tortryggni á meðal landsmanna. Öflugustu miðlunarveitur heims taka sér lögregluvald Málþingið var haldið á vegum samtaka sem kalla sig Málfrelsi og þar var yfirskriftin „Í þágu upplýstrar umræðu.” Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari er á meðal þeirra sem stóð fyrir málþinginu og hann setti það með inngangsræðu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks forfallaðist vegna veikinda, en hann ætlaði að fjalla um herferð sína um Suður-Ameríku, þar sem hann hefur verið að afla málstaðar Julian Assange fylgis. Assange hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en bandarísk stjórnvöld krefjast framsals á honum vegna umfjöllunar um trúnaðargögn bandaríska hersins. Svala Magnea Ásdísardóttir hljóp í skarðið fyrir Kristin. Einnig tók til máls Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem gerði stöðu og málfrelsi Kúrda að umfjöllunarefni í mjög fróðlegu erindi. „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi?“ skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra.Vísir/Freyr Ögmundur hefur gagnrýnt sífellt hertari ritskoðunartilburði bandaríska samfélagsmiðlarisa - og skrifaði í grein í tilefni málþingsins: „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi? Getur verið að við stöndum þegar á krossgötum að þessu leyti?” Tjáningarfrelsi Bretland Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Viðtal við Young má sjá hér að ofan í Íslandi í dag og hefst á mínútu tvö. Toby Young hefur verið áberandi í breskri blaðamannastétt áratugum saman og stendur nú í ströngu í baráttu sinni á vettvangi Free Speech Union. Viðtal við hann má sjá í innslaginu að ofan.Vísir/Freyr Young hefur alla tíð staðið í stöðugum blaðadeilum um allt á milli himins og jarðar en þær hafa aldrei verið eins heiftúðugar og eftir að Covid-19 kom til sögunnar. Ekki aðeins hefur Young sjálfur viðrað umdeildar efasemdir hvort tveggja um gagnsemi ákveðinna bóluefna og um aðgerðir stjórnvalda, heldur setti hann á fót sérstakan málfrelsissjóð til stuðnings þeim sem sætt hafa efnahagslegum afleiðingum vegna ummæla um veiruna. Búast mátti við pólitískri mótspyrnu við slíkri aðgerð, en Young bjóst þó ekki við því að greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal myndi loka reikningi sjóðsins hans, miðilsins hans og hans persónulega reikningi. Þegar það var gert, sagði Young fyrirtækinu stríð á hendur og að lokum fór það svo að PayPal afturkallaði aðgerðir sínar og opnaði reikningana aftur. Það var þó ekki fyrr en breski viðskiptaráðherrann beitti sér. „Af hverju var þetta fyrirtæki í Bandaríkjunum að skipta sér af almennri umræðu í Bretlandi? Hvernig kemur þetta þeim við? Af hverju taka þeir þátt í því sem virðist vera pólitísk ritskoðun í öðru landi?“ segir Young í samtali við Ísland í dag. Hann segir ritskoðunartilburðina á Vesturlöndum orðna sambærilega því sem þekkist í Kína, því ekki aðeins sé fólki úthúðað á samfélagsmiðlum fyrir ummæli, heldur sé nú farið í að gera bankareikinga þess óvirka. Það hafi til dæmis gerst á Covid-mótmælum í Kanada, þar sem reikningar rútubílstjóra hafi verið frystir. „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla,“ segir Young. Blaðamennskan breytt Young segir að lýsa megi ákveðnum stjórnmálastraumum á Vesturlöndum sem móralískri vísindahyggju - og að það sé á hennar grundvelli sem það verði eðlilegt í huga fólks að ritskoða umræðu í stað þess að leyfa ólík sjónarmið, allt í nafni þess að vernda ákveðna hópa. „Þetta er samblanda af mikilli öryggisvitund sem er tekin allt of langt ásamt rugl woke-hugmyndafræði,“ segir Young. Ritskoðun sé álitin lausn ef ske kynni að það sem ritskoðað sé kynni að hafa einhver neikvæð áhrif á ákveðna hópa, jafnvel þótt fallist sé á að það sé ólíklegt. Toby Young hefur starfað sem blaðamaður í meira en fjörutíu ár og segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Helsta breytingin er sú að þetta er orðið að virðulegri atvinnugrein. Þetta var það ekki. Blaðamenn voru eitt sinn í hrópandi andspyrnu við yfirvaldið, en ekki lengur. Nú fara þeir á sömu klúbbana, mæta í sömu matarboðin og fara í sömu skólana og stjórnmálamennirnir. Þeir eru orðnir hluti af ríkjandi yfirvaldi. Sem er skelfilegt frá sjónarhóli almennings,“ segir Young. Mjög vafasamt er að samfélagsmiðlafyrirtæki taki sér æ meira vald til að ritskoða pólitísk sjónarmið að sögn Young.Vísir/Freyr Alræðisleg ritskoðunartilhneiging tröllríður hinum enskumælandi heim að sögn Young vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Íslendingar eru að því leyti óhultir að þeir hafa eigin þjóðtungu, en þó kveðst blaðamaðurinn breski hafa orðið var við talsverðan áróður, eins og hann kallar hann, þegar kemur að loftslagsmálum. Á því sviði ríki kannski ekki næg tortryggni á meðal landsmanna. Öflugustu miðlunarveitur heims taka sér lögregluvald Málþingið var haldið á vegum samtaka sem kalla sig Málfrelsi og þar var yfirskriftin „Í þágu upplýstrar umræðu.” Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari er á meðal þeirra sem stóð fyrir málþinginu og hann setti það með inngangsræðu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks forfallaðist vegna veikinda, en hann ætlaði að fjalla um herferð sína um Suður-Ameríku, þar sem hann hefur verið að afla málstaðar Julian Assange fylgis. Assange hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en bandarísk stjórnvöld krefjast framsals á honum vegna umfjöllunar um trúnaðargögn bandaríska hersins. Svala Magnea Ásdísardóttir hljóp í skarðið fyrir Kristin. Einnig tók til máls Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem gerði stöðu og málfrelsi Kúrda að umfjöllunarefni í mjög fróðlegu erindi. „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi?“ skrifar Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra.Vísir/Freyr Ögmundur hefur gagnrýnt sífellt hertari ritskoðunartilburði bandaríska samfélagsmiðlarisa - og skrifaði í grein í tilefni málþingsins: „Ef það er látið óátalið að öflugustu miðlunarveitur heimsins taki sér lögregluvald með þessum hætti, hvenær verður búið að þrengja svo að málfrelsinu að við getum ekki lengur litið svo á að við búum í frjálsu þjóðfélagi? Getur verið að við stöndum þegar á krossgötum að þessu leyti?”
Tjáningarfrelsi Bretland Twitter Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. 11. janúar 2023 10:31