Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 18:10 Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Valery Gerasimov, nýr yfirmaður innrásarinnar í Úkraínu. Getty/Kreml Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54