Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Formaður Landverndar segir innviði landsins og náttúru komna að þolmörkum og óttast spár um fjölgun ferðamanna á þessu ári. Við heyrum í honum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þrátt fyrir gott verð á útflutningsafurðum og auknar tekjur af útflutningi sjávarafurða, áls og ferðaþjónustu borga Íslendingar meira fyrir innfluttar vörur en þeir fá fyrir afurðir sínar. Við skoðum stöðuna á þjóðarbúinu.

Þá er drykkja þjóðarinnar farinn að valda því að æ fleiri fá skorpulifur og hafa þörf fyrir lifrarígræðslu. En það eru einnig gleðifréttir fyrir þá sem fylgjast með málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Þeir geta nú stytt sér stundir með því að lesa ævisögu Harry prins sem er komin í bókabúðir.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×