Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Hinrik Wöhler skrifar 11. janúar 2023 20:56 Sigurður Bragason er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Eyjakonur hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni og eru aðeins einu stigi eftir toppliði Vals. „Ég verð að viðurkenna að ég er rosalega ánægður með tvö stig en þetta var dapur leikur fyrir margar sakir. Það voru frábærir kaflar inn á milli en ég var vægast sagt reiður með fyrri hálfleiknum hjá okkur,“ sagði Sigurður að leik loknum. Eyjakonur komust 7-0 yfir í byrjun leiks en glötuðu forskotinu niður og var jafnt 9-9 þegar blásið var til hálfleiks. „Við komust 7-0 yfir en það var engum að þakka nema Mörtu í markinu, hún varði fyrstu sjö skotin sem komu á markið og eiginlega öll úr dauðafærum. Við vorum eiginlega bara heppnar að hún stóð í rammanum,“ bætir Sigurður við. Þrátt fyrir frábæra byrjun var Sigurður ekki kampakátur með frammistöðuna í byrjun fyrri hálfleiks. „Ég var alveg reiður þó við vorum 7-0 yfir. Ég var ósáttur með fótavinnuna, ósáttur með hversu linar við vorum og tókum ekki fráköst.“ „Þetta var ekki frábær handbolti og við fengum það í bakið, það var bara sanngjarnt þegar þær ná að jafna 9-9. Þær voru einfaldlega betri en við í fyrri hálfleik. Ég tók smá hárblásara í hálfleik því þetta var nánast skammarlegt. Ég var þó ánægður með fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik. Þá sá ég mínar konur.“ Það nákvæmlega sama gerðist í upphafi seinni hálfleiks, Eyjakonur gengu á lagið og skoruðu átta mörk í röð og Stjarnan svaraði með nokkrum mörkum í röð um miðbik síðari hálfleiks en Sigurður segist hafa verið mun öruggari með stöðu mála þá. „Ég hafði þó ekki áhyggjur þegar við vorum komnar átta mörkum yfir í seinni hálfleik, við vorum einfaldlega flottari þá.“ ÍBV hefur verið á miklu skriði og er nú aðeins einu stigi frá Val, sem situr í toppsætinu. Eyjakonur hafa nú unnið átta leiki í röð. „Auðvitað horfum við upp á við og nú erum við í þessari í toppbaráttu, þar sem við viljum vera. Mótið er hálfnað núna og við ætlum okkur að vera á toppnum. Annað væri asnalegt að segja, með svona dýrt lið. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem við vinnum í deild og bikar. Við erum á góðu róli og ætlum ekkert að slaka á.“ „Erum við að toppa á röngum tíma? Ég held ekki, ég held að við séum flottar. Vona bara að engin meiðist. Við slökum ekkert á og ég er ánægður með stelpurnar, þær hafa verið mjög duglegar,“ segir Sigurður að lokum. Eyjakonur geta unnið sinn níunda leik í röð á laugardaginn. Þá taka þær á móti Haukum í Vestmannaeyjum.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira