Skattamálum Samherja lokið með sátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:40 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. Vísir Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“ Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Samherji sendi frá sér fyrr í dag en Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að að Samherji og annað tengt félag, Sæból, hafi í kjölfar endurálagningar greitt um 214 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta. Þá greiðir félagið um 15 milljónir króna í sekt. Samherji hf. greiðir viðbótarskatt vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds af nokkrum sjómönnum á erlendum skipum. Að teknu tilliti til leiðréttinga á tekjuskattsálagningu nemur nettó viðbótarskattgreiðsla Samherja hf. 60 milljónum króna. Á þessu tímabili greiddi félagið 30.116 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 0,2 prósent á tímabilinu vegna þessa. Segir umræðuna um félagið hafa verið hvassa Þá mun Sæból fjárfestingafélag ehf. Greiða tæplega 153 milljónir króna í viðbótarskatt. Þar af eru 20 prósent fjárhæðarinnar vegna álags. Skattlagningin kemur til þar sem tekjur dótturfélags Sæbóls erlendis voru taldar skattskyldar hér á landi. Þær tekjur fengust reyndar aldrei greiddar. Um þennan þátt málsins ríkti veruleg réttaróvissa sem skorið var úr með nýlegum dómi Landsréttar í sambærilegu máli. Á því tímabili sem var til rannsóknar greiddi Sæból alls 2.300 milljónir króna í skatta og hækkar skattgreiðsla félagsins því um 6 prósent á tímabilinu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir félagið hafa unnið af heilindum með skattyfirvöldum og afhent öll þau gögn sem óskað var eftir. „Skattrannsóknarstjóri átti frumkvæði að því að ljúka málunum með sátt, svo því sé haldið til haga. Það hefur verið óvenjulega hvöss umræða um félagið og okkar fólk, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Það er því mikill léttir að geta hreinsað burt svo alvarlegar ásakanir með staðfestingu opinberra aðila. Hér er lykilatriði að málunum er nú lokið án þess að höfðað sé mál á hendur félaginu eða nokkrum einstaklingi.“
Skattar og tollar Sjávarútvegur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira