Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 15:35 Sigrún var réttargæslumaður hluta þeirra kvenna sem lögðu fram kæru á hendur Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni. Frank Scalici Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Málið var tekið fyrir hjá úrskurðarnefndinni þann 13.október síðastliðinn og hefur niðurstaðan nú verið birt á vefnum. Málið á sér nokkurn aðdraganda. Steinbergur er verjandi meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem í janúar 2021 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Alls lögðu 11 konur fram kæru á hendur Jóhannesi og var Sigrún réttargæslumaður hluta þeirra kvenna, sem brotaþola, á rannsóknarstigi málsins, allt til júlímánaðar 2020. Í nóvember 2021 þyngdi Landsréttur refsingu Jóhannesar um eitt ár. Þann 28.janúar 2022 var Jóhannes síðan sakfelldur í fimmta nauðgunarmálinu og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í 12 mánaða fangelsi, sem bættist við sex ára fangelsisdóm Landsréttar. Fjallað var ítarlega um málið í Íslandi í dag í fyrra. „Dæmigerð tilraun til aftöku“ Þegar kærurnar gegn Jóhannesi voru lagðar fram í október 2018 sagði Steinbergur í samtali við Fréttablaðið að um væri að ræða hópmálsókn sem ætti rætur sínar að rekja til auglýsingar á fésbókarsíðu að undirlagi Sigrúnar „þar sem konur voru hvattar til að segja frá óviðurkvæmilegri framkomu skjólstæðings hans.“ Um væri að ræða „dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga.“ Í málflutningi sínum fyrir bæði Landsrétti og héraðsdómi hélt Steinbergur því áfram fram að Sigrún hefði reynt að hafa áhrif á framburð brotaþolanna í málinu. Sakaði hann Sigrúnu um að hafa auglýst eftir brotaþolum og smalað þeim síðan saman í þeim tilgangi að höfða hópmálsókn. Steinbergur sagði kærurnar gegn Jóhannesi vera „dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga.“Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 28.janúar 2022 kemur fram að „ekkert hafi komið fram komið í málinu sem bendi til þess að viðkomandi réttargæslumaður hafi með einhverjum hætti haft áhrif á það að brotaþoli lagið fram kæru í málinu og borið með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Þá verður ekki sé að frásögn brotaþola sé lituð af upplifun annarra kvenna sem kvörtuðu undan ákærða og/eða lögðu fram kæru á hendur honum.“ 4.febrúar 2022, nokkrum dögum eftir að fyrrnefndur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness, birti Sigrún færslu á facebooksíðu sinni þar sem hún tjáði sig um niðurstöðuna, og ásakanir Steinbergs í hennar garð. Síðar um daginn var færslan gerð að fréttaefni á vefmiðli Fréttablaðsins. „Frá árinu 2018 hefur Steinbergur haldið því fram opinberlega og inni í hinum ýmsu dómssölum að ég hafi gerst sek um refsiverðan verknað. Að einn morguninn hafi ég vaknað og ákveðið að nú skyldi ég koma saklausum manni í fangelsi. Manni sem ég í þokkabót þekkti ekki neitt!“ ritaði Sigrún meðal annars í færslunni. Á öðrum stað ritaði hún: „Samkvæmt málatilbúnaði Steinbergs byrjaði þetta ráðabrugg mitt árið 2015 og frá þeim tíma hafi ég farið í virka „brotaþolaútgerð“ og „smölun“ og fengið þar hátt í fjörtíu konur til þess að ranglega ásaka/kæra saklausan mann fyrir nauðgun, sjá m.a. fréttir í kommentum hér að neðan.“ Kvaðst hafa tjáð sig á eigin vefmiðli Í febrúarbyrjun 2022 sendi Steinbergur úrskurðarnefnd lögmanna erindi þar sem kvartað var yfir því að Sigrún hefði brotið gegn siðareglum lögmanna um lögmenn. Steinbergur krafðist þess fyrir nefndinni að Sigrúnu yrði veitt áminning fyrir háttsemi sína, sem bryti í bága við lög um lögmenn,og vísaði þar í fyrrnefnda facebookfærslu. Þá krafðist Steinbergur að málskostnaður myndi falla á Sigrúnu. Steinbergur benti sérstaklega á eftirfarandi ummæli í umræddri facebookfærslu Sigrúnar. „Jæja, þá er enn einn dómstóllinn búinn að taka fyrir ásakanir Steinbergs í minn garð og komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hæft í þeim“ „Steinbergur getur reynt að fela sig bak við skjólstæðing sinn en það er ekki skjólstæðingur hans sem stjórnar hegðun hans inni í dómsalnum eða viðtölum.“ Þá vísaði Steinbergur meðal annars til þess í kröfu sinn að eðlilegt væri að lögmenn leituðu til Lögmannafélags Íslands vegna ágreinings sem kynni að koma upp þeirra á milli en birtu ekki opinberar yfirlýsingar um aðra lögmenn er byggi á „upphrópunum og rangfærslum.“ Kröfunni hafnað Sigrún krafðist þess að kvörtun Steinbergs yrði vísað frá nefndinni, þar sem hún hefði enga tengingu haft við undirliggjandi mál og hafi auk þess verið að tjá sig persónulega á eigin vefmiðli, en ekki í starfi sem lögmaður. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að Steinbergur hafi tekið þátt í opinberri umræðu í gegnum fréttaflutning við rannsókn og síðari saksókn á hendur skjólstæðingi hans og einkum beint þar spjótum að þeim lögmannsstörfum sem Sigrún hafði sinnt sem réttargæslumaður í þágu brotaþola. Taldi nefndin að ekki væri hjá því komist að skoða hin umþrættu ummæli Sigrúnar í því ljósi sem og með hliðsjón af aðdraganda birtingar þeirra í febrúar 2022. Með hliðsjón af því var ekki talið að mati nefndarinnar að Sigrún hefði gengið lengra í skrifum sínum gagnvart Steinbergi en málefnið gaf tilefni til. Kröfu Steinbergs var því hafnað auk þess sem málskostnaður er felldur niður. Dómsmál Reykjavík Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Lögmennska Tengdar fréttir Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá úrskurðarnefndinni þann 13.október síðastliðinn og hefur niðurstaðan nú verið birt á vefnum. Málið á sér nokkurn aðdraganda. Steinbergur er verjandi meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem í janúar 2021 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Alls lögðu 11 konur fram kæru á hendur Jóhannesi og var Sigrún réttargæslumaður hluta þeirra kvenna, sem brotaþola, á rannsóknarstigi málsins, allt til júlímánaðar 2020. Í nóvember 2021 þyngdi Landsréttur refsingu Jóhannesar um eitt ár. Þann 28.janúar 2022 var Jóhannes síðan sakfelldur í fimmta nauðgunarmálinu og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í 12 mánaða fangelsi, sem bættist við sex ára fangelsisdóm Landsréttar. Fjallað var ítarlega um málið í Íslandi í dag í fyrra. „Dæmigerð tilraun til aftöku“ Þegar kærurnar gegn Jóhannesi voru lagðar fram í október 2018 sagði Steinbergur í samtali við Fréttablaðið að um væri að ræða hópmálsókn sem ætti rætur sínar að rekja til auglýsingar á fésbókarsíðu að undirlagi Sigrúnar „þar sem konur voru hvattar til að segja frá óviðurkvæmilegri framkomu skjólstæðings hans.“ Um væri að ræða „dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga.“ Í málflutningi sínum fyrir bæði Landsrétti og héraðsdómi hélt Steinbergur því áfram fram að Sigrún hefði reynt að hafa áhrif á framburð brotaþolanna í málinu. Sakaði hann Sigrúnu um að hafa auglýst eftir brotaþolum og smalað þeim síðan saman í þeim tilgangi að höfða hópmálsókn. Steinbergur sagði kærurnar gegn Jóhannesi vera „dæmigerða tilraun til aftöku á Alþingi götunnar án dóms og laga.“Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 28.janúar 2022 kemur fram að „ekkert hafi komið fram komið í málinu sem bendi til þess að viðkomandi réttargæslumaður hafi með einhverjum hætti haft áhrif á það að brotaþoli lagið fram kæru í málinu og borið með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Þá verður ekki sé að frásögn brotaþola sé lituð af upplifun annarra kvenna sem kvörtuðu undan ákærða og/eða lögðu fram kæru á hendur honum.“ 4.febrúar 2022, nokkrum dögum eftir að fyrrnefndur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness, birti Sigrún færslu á facebooksíðu sinni þar sem hún tjáði sig um niðurstöðuna, og ásakanir Steinbergs í hennar garð. Síðar um daginn var færslan gerð að fréttaefni á vefmiðli Fréttablaðsins. „Frá árinu 2018 hefur Steinbergur haldið því fram opinberlega og inni í hinum ýmsu dómssölum að ég hafi gerst sek um refsiverðan verknað. Að einn morguninn hafi ég vaknað og ákveðið að nú skyldi ég koma saklausum manni í fangelsi. Manni sem ég í þokkabót þekkti ekki neitt!“ ritaði Sigrún meðal annars í færslunni. Á öðrum stað ritaði hún: „Samkvæmt málatilbúnaði Steinbergs byrjaði þetta ráðabrugg mitt árið 2015 og frá þeim tíma hafi ég farið í virka „brotaþolaútgerð“ og „smölun“ og fengið þar hátt í fjörtíu konur til þess að ranglega ásaka/kæra saklausan mann fyrir nauðgun, sjá m.a. fréttir í kommentum hér að neðan.“ Kvaðst hafa tjáð sig á eigin vefmiðli Í febrúarbyrjun 2022 sendi Steinbergur úrskurðarnefnd lögmanna erindi þar sem kvartað var yfir því að Sigrún hefði brotið gegn siðareglum lögmanna um lögmenn. Steinbergur krafðist þess fyrir nefndinni að Sigrúnu yrði veitt áminning fyrir háttsemi sína, sem bryti í bága við lög um lögmenn,og vísaði þar í fyrrnefnda facebookfærslu. Þá krafðist Steinbergur að málskostnaður myndi falla á Sigrúnu. Steinbergur benti sérstaklega á eftirfarandi ummæli í umræddri facebookfærslu Sigrúnar. „Jæja, þá er enn einn dómstóllinn búinn að taka fyrir ásakanir Steinbergs í minn garð og komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hæft í þeim“ „Steinbergur getur reynt að fela sig bak við skjólstæðing sinn en það er ekki skjólstæðingur hans sem stjórnar hegðun hans inni í dómsalnum eða viðtölum.“ Þá vísaði Steinbergur meðal annars til þess í kröfu sinn að eðlilegt væri að lögmenn leituðu til Lögmannafélags Íslands vegna ágreinings sem kynni að koma upp þeirra á milli en birtu ekki opinberar yfirlýsingar um aðra lögmenn er byggi á „upphrópunum og rangfærslum.“ Kröfunni hafnað Sigrún krafðist þess að kvörtun Steinbergs yrði vísað frá nefndinni, þar sem hún hefði enga tengingu haft við undirliggjandi mál og hafi auk þess verið að tjá sig persónulega á eigin vefmiðli, en ekki í starfi sem lögmaður. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að Steinbergur hafi tekið þátt í opinberri umræðu í gegnum fréttaflutning við rannsókn og síðari saksókn á hendur skjólstæðingi hans og einkum beint þar spjótum að þeim lögmannsstörfum sem Sigrún hafði sinnt sem réttargæslumaður í þágu brotaþola. Taldi nefndin að ekki væri hjá því komist að skoða hin umþrættu ummæli Sigrúnar í því ljósi sem og með hliðsjón af aðdraganda birtingar þeirra í febrúar 2022. Með hliðsjón af því var ekki talið að mati nefndarinnar að Sigrún hefði gengið lengra í skrifum sínum gagnvart Steinbergi en málefnið gaf tilefni til. Kröfu Steinbergs var því hafnað auk þess sem málskostnaður er felldur niður.
Dómsmál Reykjavík Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Lögmennska Tengdar fréttir Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00
Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30