Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 19:50 Samninganefnd Eflingar undirbýr nú verkfallstillögur. Vísir/Vilhelm Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira