Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2023 23:00 Peppaður Bjarki Már lætur hinn unga Costa heyra það eftir að hafa skorað mikilvægt mark. vísir/vilhelm Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli. Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira