Lisa Marie Presley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 06:16 Lisa Marie Presley lést í gærkvöldi. Getty Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. „Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014. Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014.
Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira