Yfirgengilegur hugtakaruglingur að kalla þrettándaskessuna ofbeldishótun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 19:26 Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, fordæmir athæfið. Hann segir að hins vegar megi ekki gengisfella alvarleg hugtök. Vísir/Vilhelm/Samsett Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær. Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“ Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“
Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18
ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent