Í tilkynningu skólans segir að með þessum breytingum fáist meira flæði og tenging við viðbyggingu skólans.
„Um þessar mundir er verið að skipta um alla glugga sem getur þýtt örlítið rask og truflun í kennslustofum. Tekin er ein kennslustofa á dag og flyst sá bekkur í stofu 101 rétt á meðan gluggaskiptin fara fram. Til þessa hafa framkvæmdir gengið ljómandi vel og nemendur og kennarar skilningsríkir og samstarfsfúsir,“ segir í tilkynningu skólans.
Nemendainngangur fær yfirhalningu með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Þá verður bekkjum bætt á útisvæði og útilýsing í kringum skólann bætt til muna.

