Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2023 12:39 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. aðsend Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“ Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þegar heimsfaraldur skall á með tilheyrandi samkomubanni lömuðust margir háskólar sem byggja starf sitt á staðnámi, tímasókn og viðveru. Á sama tíma breyttist viðhorf til fjarnáms að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, en skólinn hefur árum saman boðið upp á fjárnám í ýmsum greinum. „Áður fyrr þá voru ákveðnir fordómar, og þeir eru enn í ákveðnum aldurshópum, gegn því að læra fjarnám. Alveg eins og að einhvern tímann héldu allir að allir yrðu vitlausir á því að horfa á sjónvarp, en við getum lært heilmikið af því að horfa á sjónvarp. Covid leiddi okkur fyrir sjónir þá staðreynd að það er hægt að kenna svo til allt í fjarnámi og það gengur bara ljómandi vel.“ Rætt var við Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Jafnréttismál Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri en nú og segir Margrét fjarnám henta lífi nútímafólks vel. Fjarnám þurfi þó að vera vel skipulagt og útfært af metnaði. „Og svo sjáum við líka hversu mikilvægu hlutverki fjarnám gegnir því í raun og veru er fjarnám mesta jafnrétti til náms sem hægt er að hugsa sér því fólk alls staðar að á landinu, alls staðar að frá heiminum getur sótt fjarnám og þá sparar fólk ferðir í tíma og allar þær flækjur sem því fylgja.“ 41 prósent nemenda skólans búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Og þú getur ímyndað þér hvað það gerir fyrir samfélög úti á landi að geta sótt nám algjörlega án þess að þurfa að fara úr sinni heimabyggð. Ef við tökum þá ákvörðun að halda Íslandi í byggð þá þurfum við að gæta þess að fólk geti ávallt sótt sér nám til að verða sterkari í nýsköpun á landsbyggðinni.“
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Borgarbyggð Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira