Það var þétt setið í Fan Zone á fimmtudag og hefur Íslendingum í borginni fjölgað mikið síðan þá. Það er orðið uppselt á leikinn gegn Ungverjum í kvöld og Ísland verður svo sannarlega á heimavelli í þessum mikilvæga leik.
Henry Birgir Gunnarsson gekk um svæðið og ræddi við hressa Íslendinga sem eflaust mun öskra sig hása á leiknum í kvöld.
Innslagið sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi má sjá hér fyrir neðan.