Þetta kemur fram í frétt á Instagram-síðu ÍBV þar sem segir að Sverrir Páll geri þriggja ára samning við Eyjamenn.
„Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans," segir í færslu á síðu ÍBV.
„Í fyrra lék Sverrir 14 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim 6 mörk er hann var á láni hjá Kórdrengjum. Óhætt er að segja að hann sé bikarmaður, en í þeim 7 bikarleikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 7 mörk," segir enn fremur í færslunni.