Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Formaður Eflingar vísar því á bug að fólk sé að reyna að yfirgefa félagið og hefur litla trú á lýðræðisást formanns samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni.

Íbúar í sumum götum Reykjavíkur hafa beðið síðan um miðjan desember eftir að sorptunnur verði tæmdar. Rekstrarstjóri sorphirðu segir íbúa þurfa að huga vel að aðgengi að tunnum. 

Að minnsta kosti 68 fórust þegar farþegaflugvél brotlenti í Nepal. Flugvélin var á leið frá höfuðborginni Katmandu til Pokhara og voru 72 um borð. 

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðurs í Kaliforníu. Að minnsta kosti nítján hafa látist af völdum flóða þar undanfarið og er hamfaraflóði spáð á morgun

Þá verðum við í beinni útsendingu frá miðbænum þar sem grýlukerti og klakabunkar sjást víða á þökum auk þess sem við segjum frá því að núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjum könnunum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×