Danir mættu Aroni Kristjánssyni og félögu í Bahrein í kvöld og var leikurinn aldrei spennandi. Danir komust í 8-1 í upphafi og leiddu 20-12 eftir fyrri hálfleikinn.
Í þeim síðari var aðeins spurning hversu stór sigur Dana yrði. Þeir unnu að lokum með fimmtán mörkum, lokatölur 36-21.
Mathias Gidsel var markahæstur Dana með níu mörk og Simon Pytlick skoraði sjö.
Norðmenn mættu Argentínu í öðrum óspennandi leik. Fyrri hálfleikur var þó nokkuð jafn og Norðmenn leiddu 16-12 eftir hann en það var mesti munurinn á liðunum fyrir hlé. Í síðari hálfleiknum skildu hins vegar leiðir og Noregur vann að lokum ellefu marka sigur, 32-21.
Sander Sagosen, Sebastian Barthold og Magnus Rod voru allir með fimm mörk fyrir Noreg.
Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Króatía vann risasigur á Bandaríkjunum 40-22 og þá vann Katar 29-24 sigur á Alsír.