Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 21:28 Frá blaðamannafundinum á Hilton í morgun. Vísir Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira