„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 10:27 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. Vísir/Vilhelm Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira