Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur Kryddsíldar á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp. Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“