Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur Kryddsíldar á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp. Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Á fundi ráðherra og borgarstjóra í gær var greint frá því að ný þjóðarhöll muni rísa sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum. Hún mun taka 8600 manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna en ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Eitt er að eiga sér draum um að byggja hér glæsilega þjóðarhöll og ég held að við getum sameinast um það flest, ef ekki öll. En það verður ekki gert fyrr en fjármögnunin liggur fyrir og hvernig á að reka hana og það er best að byrja þar áður en menn fagna eða gera mikið meira,“ sagði Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í ummæli samflokks manns síns. „Ég verð að taka undir með Óla Birni að það skiptir máli að menn fái niðurstöðu í kostnaðarþátttökuna sem fyrst. Það var nú gefin út viljayfirlýsing í fyrra þar sem lagðar voru línur með það hvernig kostnaðarskipting yrði. Í þessari vinnu var farið dýpra ofan í þörfina. Maður bíður eftir niðurstöðu úr því. Málið er á forræði menntamálaráðherra,“ segir Bjarni. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Bjarni var spurður út í þessa áætlun. „Ég held að það sé alveg vel gerlegt að klára þetta en það þarf allt að ganga upp. Það sjá það allir. Eins og ég hef sagt margoft í þessu ferli, því það hefur verið bent á að málið strandi allt á því að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í fjárlögum eða fjármálaáætlun, þá þarf að byrja á því að segja: Hver ætlar að eiga, hver ætlar að byggja og hver ætlar að borga?“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16. janúar 2023 10:12