Íbúðaverð á landinu lækkaði annan mánuðinn í röð Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 09:42 Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desembermánuði, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða og benda flest gögn til að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert. Þetta séu góðar fréttir, meðal annars fyrir verðbólguhorfur. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbankans og Hagsjá Landsbankans. Fram kemur að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,7 prósent í desember frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem birtust síðdegis í gær. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar á milli mánaða, en í nóvember lækkaði hún um 0,3 prósent. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Mesta lækkun í fjölbýli frá sumri 2020 Í greiningu Íslandsbanka segir að fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,3 prósent í verði á milli mánaða en svo mikil lækkun í fjölbýli hafi ekki mælst síðan í júní 2020. „Sérbýli lækkuðu talsvert meira á milli mánaða eða um 2,1%. Á síðustu þremur mánuðum hafa sérbýli lækkað samtals um 4% í verði eftir hækkun sem nam 4,8% í september. Dregið hefur nú úr árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimm mánuði í röð. Hækkun á árinu 2022 mælist 17,4%, en árstakturinn náði toppi í júlí þegar hækkunin mældist 25,5%. Árshækkun á fjölbýli mælist 17,8% en á íbúðum í sérbýli 16,7% í desembermánuði.“ Íslandsbanki Miklar sveiflur Sveiflur hafa einkennt íbúðamarkaðinn að undanförnu og þá sérstaklega í verði á sérbýli. Fram kemur að líklega megi rekja sveiflurnar til minni veltu og færri kaupsamninga á undanförnum mánuðum. „Alla jafna eru kaupsamningar á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu frekar fáir samanborið við fjölbýli eins og gefur að skilja, en þeir hafa verið sérstaklega fáir á undanförnum mánuðum. Síðustu 10 ár hafa kaupsamningar á sérbýlum verið að meðaltali 107 talsins í hverjum mánuði. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 81 að meðaltali, en tölur fyrir desembermánuð liggja ekki fyrir. Nú hefur verð á sérbýli lækkað þrjá mánuði í röð eftir töluverða hækkun í september. Gæti verið að um einhverskonar leiðréttingu sé að ræða eftir þessa hækkun í september. Fjölbýli hafa aftur á móti sveiflast mun minna í verði,“ segir á vef Íslandsbanka. Í Hagsjá Landsbankans er sömuleiðis lögð áhersla á að varast beri að lesa of mikið í einstakar mælingar. „Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma.“ Verðbólga hjaðnar og meiri ró á íbúðamarkaði Íslandsbanki telur að þróunin á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu gefi góða vísbendingu um að verðbólga muni hjaðna á næstu mánuðum og það frekar hratt. „Nú hefur komist meiri ró á íbúðamarkaðinn ef marka má gögn síðustu mánaða. Það er í takti við spá okkar og er nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem hækkaði vexti og herti á lánaskilyrðum, hafi haft sitt að segja í kólnun markaðarins. Einnig mælist aukið framboð nýrra eigna á markaði og útlit fyrir talsverða íbúðafjárfestingu á næstu misserum. Við gerum ráð fyrir að íbúðamarkaðurinn muni finna sitt jafnvægi á næstu mánuðum. Það gæti þó farið svo að verðið sveiflist til milli einstakra mánaða og mögulega haldi áfram að lækka til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma muni íbúðaverð þróast í takti við annað verðlag.“ Dregur úr umsvifum Í Hagsjá Landsbankans er svo rakið að velta á íbúðamarkaði hafi dregist talsvert saman á síðustu mánuðum. Alls hafi 522 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2022 en í sama mánuði árið 2021 hafi þeir verið 675. Þeim hafi því fækkað um 23 prósent. „Meðalfjöldi kaupsamninga í mánuði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 var 523 en á sama tíma árið 2021 var meðaltalið 750, 43% fleiri samningar. Veltan tók að aukast verulega þegar vextir voru lækkaðir árið 2020 til þess að stemma stigu við efnahagslegum áhrifum faraldursins og nýjum íbúðalánum fjölgaði hratt. Hert lánþegaskilyrði og hækkandi vextir hafa nú kælt markaðinn og bæði dregið úr verðhækkunum og veltu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbankans og Hagsjá Landsbankans. Fram kemur að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,7 prósent í desember frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem birtust síðdegis í gær. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar á milli mánaða, en í nóvember lækkaði hún um 0,3 prósent. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019. Mesta lækkun í fjölbýli frá sumri 2020 Í greiningu Íslandsbanka segir að fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 0,3 prósent í verði á milli mánaða en svo mikil lækkun í fjölbýli hafi ekki mælst síðan í júní 2020. „Sérbýli lækkuðu talsvert meira á milli mánaða eða um 2,1%. Á síðustu þremur mánuðum hafa sérbýli lækkað samtals um 4% í verði eftir hækkun sem nam 4,8% í september. Dregið hefur nú úr árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimm mánuði í röð. Hækkun á árinu 2022 mælist 17,4%, en árstakturinn náði toppi í júlí þegar hækkunin mældist 25,5%. Árshækkun á fjölbýli mælist 17,8% en á íbúðum í sérbýli 16,7% í desembermánuði.“ Íslandsbanki Miklar sveiflur Sveiflur hafa einkennt íbúðamarkaðinn að undanförnu og þá sérstaklega í verði á sérbýli. Fram kemur að líklega megi rekja sveiflurnar til minni veltu og færri kaupsamninga á undanförnum mánuðum. „Alla jafna eru kaupsamningar á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu frekar fáir samanborið við fjölbýli eins og gefur að skilja, en þeir hafa verið sérstaklega fáir á undanförnum mánuðum. Síðustu 10 ár hafa kaupsamningar á sérbýlum verið að meðaltali 107 talsins í hverjum mánuði. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 81 að meðaltali, en tölur fyrir desembermánuð liggja ekki fyrir. Nú hefur verð á sérbýli lækkað þrjá mánuði í röð eftir töluverða hækkun í september. Gæti verið að um einhverskonar leiðréttingu sé að ræða eftir þessa hækkun í september. Fjölbýli hafa aftur á móti sveiflast mun minna í verði,“ segir á vef Íslandsbanka. Í Hagsjá Landsbankans er sömuleiðis lögð áhersla á að varast beri að lesa of mikið í einstakar mælingar. „Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma.“ Verðbólga hjaðnar og meiri ró á íbúðamarkaði Íslandsbanki telur að þróunin á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu gefi góða vísbendingu um að verðbólga muni hjaðna á næstu mánuðum og það frekar hratt. „Nú hefur komist meiri ró á íbúðamarkaðinn ef marka má gögn síðustu mánaða. Það er í takti við spá okkar og er nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem hækkaði vexti og herti á lánaskilyrðum, hafi haft sitt að segja í kólnun markaðarins. Einnig mælist aukið framboð nýrra eigna á markaði og útlit fyrir talsverða íbúðafjárfestingu á næstu misserum. Við gerum ráð fyrir að íbúðamarkaðurinn muni finna sitt jafnvægi á næstu mánuðum. Það gæti þó farið svo að verðið sveiflist til milli einstakra mánaða og mögulega haldi áfram að lækka til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma muni íbúðaverð þróast í takti við annað verðlag.“ Dregur úr umsvifum Í Hagsjá Landsbankans er svo rakið að velta á íbúðamarkaði hafi dregist talsvert saman á síðustu mánuðum. Alls hafi 522 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2022 en í sama mánuði árið 2021 hafi þeir verið 675. Þeim hafi því fækkað um 23 prósent. „Meðalfjöldi kaupsamninga í mánuði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 var 523 en á sama tíma árið 2021 var meðaltalið 750, 43% fleiri samningar. Veltan tók að aukast verulega þegar vextir voru lækkaðir árið 2020 til þess að stemma stigu við efnahagslegum áhrifum faraldursins og nýjum íbúðalánum fjölgaði hratt. Hert lánþegaskilyrði og hækkandi vextir hafa nú kælt markaðinn og bæði dregið úr verðhækkunum og veltu,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira