„Innræting er ekki orð sem við notum“ Snorri Másson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05