Sáu stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2023 18:44 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var í dag við loðnuleit djúpt úti fyrir Norðurlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hefur fundið stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg. Þetta er það mesta sem sést hefur af loðnu til þessa í sérstökum aukaleitarleiðangri skipsins, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. „Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
„Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30