„Mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2023 19:16 Guðmundur lét vel í sér heyra á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm „Ég vil segja það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er hann var spurður hvort frammistaða Íslands í sigrinum gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld hefði ekki verið fagmannleg. Ísland hóf leik í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta með tíu marka sigri, lokatölur 40-30 strákunum okkar í vil. Grænhöfðaeyjar spilar einstakan sóknarleik en liðið tekur alltaf markvörð sinn út af til að vera í yfirtölu. „Þetta þróaðist svipað og ég bjóst við. Það er ekki auðvelt að slíta sig frá þeim, þeir koma hægt upp völlinn og byrja að spila sjö á móti sex. Þetta krefst gríðarlegrar þolinmæði og aga, þetta er ekkert altlaf einfalt. Ég er mjög ánægður með það, gekk á endanum mjög vel.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, vorum með góða skotnýtingu. Margt jákvætt við leikinn, nýtum allt liðið en náðum að hvíla mikilvæga leikmenn. Frábært að geta það. Við tókum þann pól í hæðina að við myndum hvíla leikmenn í þessum leik og gott að það gekk upp. Nú er bara mikilvægur leikur gegn Svíum, verður spennandi að fást við þá.“ „Ekki til að byrja með. Þurftum tíma til að komast inn í leikinn, síðan varð þetta betra og betra fannst mér. Er alls ekki einfalt,“ sagði Guðmundur um vörn Íslands gegn yfirtölunni. Alls komust 11 leikmenn Íslands á blað í kvöld og allir fengu mínútur. „Við byrjuðum í Kóreu-leiknum, að hvíla og deila þessu á milli leikmanna, það gekk fullkomlega upp þar líka. Síðan var hvílt enn meira í dag getum við sagt, það var planið. Þess vegna er ég mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur, mjög sterkt fyrir okkur. Þurfum að halda þessu áfram, einn leikur í einu.“ „Vitum að við þurfum að spila mjög vel til að vinna en það er allt mögulegt. Þetta verður bara gríðarlega skemmtilegt. Verður svaka stemning, uppselt á leikinn og við ætlum að njóta þess að spila,“ sagði Gummi að endingu um leikinn gegn Svíþjóð. Klippa: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari: Mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland hóf leik í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta með tíu marka sigri, lokatölur 40-30 strákunum okkar í vil. Grænhöfðaeyjar spilar einstakan sóknarleik en liðið tekur alltaf markvörð sinn út af til að vera í yfirtölu. „Þetta þróaðist svipað og ég bjóst við. Það er ekki auðvelt að slíta sig frá þeim, þeir koma hægt upp völlinn og byrja að spila sjö á móti sex. Þetta krefst gríðarlegrar þolinmæði og aga, þetta er ekkert altlaf einfalt. Ég er mjög ánægður með það, gekk á endanum mjög vel.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög vel, vorum með góða skotnýtingu. Margt jákvætt við leikinn, nýtum allt liðið en náðum að hvíla mikilvæga leikmenn. Frábært að geta það. Við tókum þann pól í hæðina að við myndum hvíla leikmenn í þessum leik og gott að það gekk upp. Nú er bara mikilvægur leikur gegn Svíum, verður spennandi að fást við þá.“ „Ekki til að byrja með. Þurftum tíma til að komast inn í leikinn, síðan varð þetta betra og betra fannst mér. Er alls ekki einfalt,“ sagði Guðmundur um vörn Íslands gegn yfirtölunni. Alls komust 11 leikmenn Íslands á blað í kvöld og allir fengu mínútur. „Við byrjuðum í Kóreu-leiknum, að hvíla og deila þessu á milli leikmanna, það gekk fullkomlega upp þar líka. Síðan var hvílt enn meira í dag getum við sagt, það var planið. Þess vegna er ég mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur, mjög sterkt fyrir okkur. Þurfum að halda þessu áfram, einn leikur í einu.“ „Vitum að við þurfum að spila mjög vel til að vinna en það er allt mögulegt. Þetta verður bara gríðarlega skemmtilegt. Verður svaka stemning, uppselt á leikinn og við ætlum að njóta þess að spila,“ sagði Gummi að endingu um leikinn gegn Svíþjóð. Klippa: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari: Mjög ánægður með að fara af velli með tíu marka sigur
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira