Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2023 10:01 Ísland mun fá rosalegan stuðning í Gautaborg á morgun frá sprenglærðum stuðningsmönnum. Þeir geta mætt snemma og stutt við bakið á Grænhöfðaeyjum og Brasilíu ef þeir vilja, því það gæti gagnast Íslandi. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn. Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira