Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 11:01 Öll brot mannsins sem hann var ákærður fyrir voru framin í október 2020. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Árborg Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Árborg Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira