Að fyrirlestrinum standa Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Kvenheilsa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Feima, fræðslufélaga um breytingskeið kvenna.
Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Louise Newson, sem er brautryðjandi í málefni breytingaskeiðsins í Bretlandi þar sem hún rekur víða móttökur fyrir konur á breytingaskeiði. Dr. Newson á stóran þátt í þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur um málefnið undanfarin ár, bæði í Evrópu en einnig hér á Íslandi.
Auk Newson mun sænski kvensjúkdómalæknirinn Angelique Flöter Rådestad, sem hefur sérþekkingu á áhrifum testósteróns á konur, flytja erindi um áhrif testósteróns á kynlíf kvenna. Að lokum mun Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir Kvenheilsu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, fjalla um þyngdaraukningu á breytingaskeiði.
Fundarstjóri er Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir hjá Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og stjórnarkona í Feimu.