Félög á Íslandi samið um að óléttar konur fái ekki greitt Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 07:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð í tvígang Evrópumeistari með Lyon. Sigur hennar í máli gegn félaginu hefur áhrif fyrir knattspyrnukonur um allan heim. Getty/Johannes Simon Í ljósi áfangans sem Sara Björk Gunnarsdóttir náði með því að vinna mál gegn franska félaginu Lyon, vegna vangoldinna launa þegar hún var barnshafandi, hafa Leikmannasamtök Íslands bent á að dæmi séu um að íslensk íþróttafélög neiti að greiða laun til óléttra leikmanna. Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af. Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.
Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19
Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01
Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01